Um miðjan september fór íslensk viðskiptasendinefnd til Japans og sáu Japansk-íslenska viðskiptaráðið og systurfélag þess, Iceland-Japan Chamber of Commerce um skipulagningu í samvinnu við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Japan. Með í för voru um 30 fulltrúar úr íslensku viðskiptalífi, sem og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sendinefndin heimsótti Norræna skálann á heimssýningunni Expo 2025 í Osaka, ásamt að líta við í sýningarskála stórfyrirtækjanna Mitsubishi og NTT og landaskála á borð við Þýskaland, Frakkland, Bandaríkin og Singapúr.
Sendinefndin fékk kynningu á japönsku efnahagslífi frá alþjóðlega greiningar- og ráðgjafafyrirtækinu Economist Intelligence Unit um stöðu og horfur í japönskum efnahagsmálum.
Sérstakt íslenskt japanskt viðskiptaþing var haldið í Tokýó og var m.a farið yfir japanska hagkerfið og möguleika íslenskra fyrirtækja í Japan. Meðal japanskra fyrirtækja með erindi voru Maruha Nichiro, East Japan Railway Company, TDK og Japan External Trade Organization.
Erindi fluttu fulltrúar, Icelandic, Össurar, Cooori og Takanawa um reynsluna af að sækja inná Japansmarkað.
Hópurinn heimsótti einnig japanska lífstílsfyrirtækinð MUJI.
Nýr sendiherra íslands í Japan, Hreinn Pálsson bauð til vel heppnaðarar móttöku og tengslamyndunar fyrir sendinefndina.
Þátttakendur í viðskiptasendinefndinni áttu einnig fundi með japönskum ráðgjafa sem og fyrirtækjum á eigin vegum.
Samstarf JAIS um viðskiptasendinefndina skapaði vettvang til nýrra tengsla og styrkingu á samstarfi fyrirtækja milli landanna. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni hér