Góð stemmning í móttöku NÍV um borð í MS Brisen í Osló
Afar góð stemming var á fallegum vordegi í Osló í vikunni þegar Norsk-íslenska viðskiptaráðið bauð til móttöku um borð í MS Brisen við Radhusbrygge. Móttakan var í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs.

Um 120 manns mættu á viðburðinn og voru það aðilar úr íslenskri viðskiptasendinefnd og fulltrúar úr norska viðskiptalífinu.

Steinunn Kristín Thordardóttir formaður stjórnar Norsk-Íslenska viðskiptaráðsins bauð gesti velkomna og lagði áherslu á góð og traust viðskipta sambönd og jákvæð samskipti milli Noregs og Íslands.

Heiðursgestur var Daði Már Kristófersson fjármála og efnahagsráðherra sem tók til máls ásamt Vegard Gröslie Wennesland (Secretary of State, Norway’s Ministry of Trade, Industry and Fisheries) aðstoðarráðherra viðskiptamála í Noregi.

Einnig voru kynningar frá norsk-íslenska viðskiptaráðinu, Íslandsstofu og lögmannsstofunni Arntzen de Bresche.

Ms Brisen er í eigu Brim Explorer.

Myndir af viðburðinum eru  á Facebook síðu NIV með því að smella hér.

Norsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100