Vorgleði Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins 30.apríl – Miðasala í fullum gangi

 

Vorgleði Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins hefur fest sig i sessi sem einn af skemmtilegu vorboðunum og er kjörinn vettvangur til þess að bjóða viðskiptavinum og samstarfsfólki í létta og skemmtilega vorstemmningu í góðum félagsskap.

Í fyrra var uppselt og því tilvalið að tryggja sér borð sem fyrst og SKRÁ SIG MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Í ár verður vorgleðin haldin á Sjálandi þann 30. apríl og hafa matreiðslumeistarar sett saman girnirlegan vormatseðil þar sem Þýskaland, vorið og hvítur aspas spila áfram lykilhlutverk.

Kvöldið hefst með fordrykk undir ljúfum tónum Tró Bjössa sax. Veislustjórn verður í höndum Jógvans Hansen.

Ef þig langar til að rifja upp góða vorstemmingu á Spargelabend frá því síðasta vor þá getur þú kíkt á myndir af viðburðinum á FACEBOOK SÍÐU ÞÍV HÉR.

Einungis er hægt að bóka 10 manna borð.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM MATSEÐIL OFL. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100