Ráðstefna um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu – 20. mars

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Aztiq, býður til spennandi ráðstefnu um stafræna heilbrigðisþjónustu (e-Health) fimmtudaginn 20. mars kl. 16 í glæsilegum nýjum sal Alvotech við Sæmundargötu.

Rýnt verður í möguleika stafrænnar heilbrigðisþjónustu og þau tækifæri og áskoranir sem fylgja innleiðingu hennar á Íslandi rædd.

Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður, stýrir ráðstefnunni.

Alþjóðleg sýn:
🔹 Björn Zoëga – King Faisal Specialist Hospital & Research Centre
🔹 Dr. Kalle Conneryd Lundgren & Tomas Mora Morrison – Cambio Healthcare Systems

Þeir deila reynslu sinni af þróun og rekstri stafrænnar heilbrigðisþjónustu víða um heim. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Johannes Schildt, stofnandi Kry, bætist í hópinn.

Íslenskt sjónarhorn:
🔹 Arna Harðardóttir – Framkvæmdastjóri Helix Health
🔹 Guðrún Ása Björnsdóttir – Framkvæmdastjóri Klíníkunnar
🔹 Steinunn Þorðardóttir – Formaður Læknafélagsins
🔹 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – Stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect

Heilbrigðisráðherra Alma Möller opnar ráðstefnuna.

Viðburðurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg. Smelltu hér til að tryggja þér sæti!

Léttar veitingar í boði Alvotech.

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100