Fransk-íslenska viðskiptaráðið býður til sinnar árlegu Kampavínskæti 2024.
Kampavínskæti er haldin til að fagna alþjóðlega kampavínsdeginum og viðburðurinn er tilvalið tækifæri til að njóta úrvals kampavíns í góðum félagsskap og hitta fulltrúa úr viðskiptalífinu á skemmtilegum nótum.
Boðið verður uppá kampavín frá hinu víðfræga Moët & Chandon kampavínshúsi en Ölgerðin styrkir Kampavínskætina í ár.
Kampavínskæti hefur orðið einn af hápunktum ársins hjá Fransk-íslenska viðskiptaráðinu, og við hlökkum til að taka á móti þér.
Hvenær:
Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 17:00-19:00
Hvar:
Borgartún 35, í Hyl, Húsi Samtaka Atvinnulífsins
Aðgangseyrir:
3500kr, borgað við hurðina, það verður posi á staðnum.
Vinsamlegast athugið að skráning er nauðsynleg. Til að tryggja þátttöku þína, vinsamlegast smelltu hér.
Við hlökkum til að fagna þessum einstaka degi með þér!
Bestu kveðjur,
Fransk-íslenska viðskiptaráðið