Kampavínskæti 2024 verður haldin 7.nóvember

Það er komið að því! Fransk-íslenska viðskiptaráðið býður til sinnar árlegu Kampavínskæti 2024. 

Kampavínskæti er haldin til að fagna alþjóðlega kampavínsdeginum og viðburðurinn er tilvalið tækifæri til að njóta úrvals kampavíns í góðum félagsskap og hitta fulltrúa úr viðskiptalífinu á skemmtilegum og afslöppuðum nótum. Kampavínskæti hefur orðið einn af hápunktum ársins hjá Fransk-íslenska viðskiptaráðinu, og við hlökkum til að taka á móti þér.

 

Hvenær:
Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 17:00-19:00

Hvar:
Borgartún 35, í Hyl, Húsi Samtaka Atvinnulífsins

Aðgangseyrir:
Verður tilkynnt síðar

Vinsamlegast athugið að skráning er nauðsynleg. Til að tryggja þátttöku þína, vinsamlegast skráðu þig með því að smella hér.

Við hlökkum til að fagna þessum einstaka degi með þér!

Bestu kveðjur,

Fransk-íslenska viðskiptaráðið