Aperitivo Letterario þann 1. október – Taktu daginn frá!

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið býður í bókmenntaspjall við aðalþýðanda íslenskra bókmennta á ítölsku, Silviu Cosimini.

Þriðjudaginn 1.október efnir Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið til Aperitivo Letterario í Húsi Samtaka Atvinnulífsins, Borgartúni 35 (Hyl) kl. 17-18:30.

Silvia hefur opnað Ítölum heiminn að íslenskum bókmenntum, bæði fornsögum og þjóðsögum, en einnig og aðallega samtímabókmenntum. Hún hefur þýtt alla helstu höfunda okkar tíma, svo sem Jón Kalman Stefánsson, Andra Snæ, Hallgrím Helgason, Bergsvein Birgisson, Arnald, Yrsu og Ragnar Jónasson svo aðeins nokkrir séu nefndir.

Roberto Luigi Pagani (Un italiano in Islanda), rithöfundur og aðjúnkt í íslensku við HÍ, mun leiða umræður og spjall sem öllum gefst tækifæri til að taka þátt í.

Vínkynning verður á staðnum í boði Pink Iceland með bragðbitum frá Cibo Amore

Þátttaka er opin öllum en skrá þarf mætingu fyrir 30.sept með því að smella hér.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100