Nýir sendiherrar Danmerkur, Kanada, Svíþjóðar og Evrópusambandsins afhentu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, trúnaðarbréf sín á Bessastöðum í síðustu viku. Þetta var fyrsta afhendingarathöfn nýs forseta en hún tók við embættinu 1. ágúst sl.
Sendiherrarnir eru: Louise Calais, sendiherra Svíþjóðar, Jennifer Hill, sendiherra Kanada, Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Danmerkur, og Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins.
Formenn stjórna tvíhliða viðskiptaráða Íslands og viðkomandi landa mættu á Bessastaði í móttöku af þessu tilefni.
Millilandaráðin hlakka til komandi samstarfsins við nýja sendiherra og bjóða þau velkomin til starfa.