FRÍS: Viðskiptasendinefnd til Frönsku Rivierunnar og Mónakó

 

 

Þann 4-5. júní nk. stendur Fransk-íslenska viðskiptaráðið fyrir spennandi heimsókn viðskiptasendinefndar til Sophia Antipolis á frönsku rivierunni og til Monte Carlo í Mónakó.    

Fyrri daginn verður Vísinda- og tæknigarðurinn Sophia Antipolis heimsóttur og áherslan verður á stafræna þróun. Sendinefndin fær kynningu á Sophia Antipolish tæknigarðinum, Telecom Valley cluster (stafrænum klasa), EURECOM – EDHEC frumkvöðlasetrinu, Amadeus og Accenture Labs.

Sophia Antipolis er leiðandi tækni- og vísindagarður var sem stofnaður fyrir rúmlega 50 árum, sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu. Mikil gróska er í Sophia Antipolis sem er hringiðja nýsköpunar og hugmynda. Þar eru um 2.500 fyrirtæki og árlega skapast þar um 1.000 störf.

Síðari daginn verður sendinefndin í Mónakó þar sem Monaco Economic Board verður heimsótt. Hópurinn fær kynningu á hinu nýja fasteignaþróunarsvæði  Mareterra og fasteignum sem verið er að byggja á landfyllingu út í Miðjarðarhafið. Einnig verður kynning á umhverfisverkefnum hjá Prince Albert II Foundation.

Sendinefndin borðar saman bæði kvöldin en síðara kvöldið fer hópurinn á vínkynningu í hinum virta vínkjallara Hôtel de Paris Monte-Carlo.

Takmarkaður fjöldi kemst í ferðina og skráning er opin til 15. mars.

Nánari upplýsingar um dagskrá  eru hér: Ítarleg dagskrá.

Vinsamlega veitið því athygli að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Þátttökugjald er kr. 750€ á mann (ca. 112.000 kr. ISK) Innifalið í gjaldi eru hádegisverðir báða dagana, kvöldverður þann 4.júní og vínsmökkun 5. júní. Akstur sem tekur mið af dagskránni er einnig innifalinn.

Þátttakendur bóka sitt eigið flug eftir hentugleika, en skipulögð dagskrá FRÍS verður dagana 4. og 5. júní.  Hentugir ferðadagar eru því 3. og 6. júní nema þátttakendur kjósi að lengja dvöl sína á Frönsku Rivíerunni.

Búið er að taka frá hótelherbergi á þremur hótelum sem hægt er að bóka beint hjá Eric Biard, stjórnarmeðlimi FRÍS og eiganda Island Tours. Eric sendir link á  hótelin til þeirra sem vilja þegar skráningu og greiðslu er lokið.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann 19. apríl með því að smella hér

Athugið að Eftir 19. apríl er skráning bindandi.