Sala hafin á vorkvöld Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins
Hvítur spergill (aspas) er kærkominn vorboði í Þýskalandi en þá fagna Þjóðverjar uppskeru hans af mikilli ástríðu. Tímabilið frá miðjum apríl fram í júnílok er kallað Spargelzeit eða tímabil spergilsins og þá er hvítur spergill mikilvægur þáttur í þýskri matargerð og framreiddur á margvíslegan hátt.
Þýsk-íslenska viðskiptaráðið fagnar uppskeru á hvítum spergli með Spargelabend - vorgleði sem verður á Nauthóli þriðjudaginn 30. apríl n.k. Þýskaland og vorboðinn aspas spila lykilhlutverk í einstökum 3ja rétta matseðli sem matreiðslumeistarar Nauthóls hafa sett saman af einstakri snilld.
Létt og skemmtileg dagskrá í boði þar sem Helga Braga verður veislustjóri, Helgi Björns stígur á stokk og DJ Marinó Hilmar heldur uppi fjöri inn í bjarta vornóttina.
Forsölu eru lokið og aðeins örfá borð eftir en hægt er að skrá sig fyrir borði mér því að smella hér.