Vörumerkið Rúrik 1. mars

Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta, hefur byggt upp sterkt vörumerki og náð undraverðum árangri á þýskum markaði.

Nú gefst félögum í Þýsk-íslenska viðskiptaráðinu færi á að fá innsýn í sögu Rúriks við uppbyggingu á vörumerki hans. Rætt verður um samvinnu Rúriks við önnur vörumerki og horft til þess sem hefur skipt hann lykilmáli við að ná árangri á þýskum markaði og helstu hindranir á þeirri vegferð auk þess Rúrik mun ræða þau verkefni sem framundan eru.

Viðburðurinn fer fram í sýningarsal Mercedes Benz á Krókhálsi, miðvikudaginn 1. mars og hefst kl. 17. Bílaumboðið Askja býður upp á léttar veitingar að fundi loknum, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100