Viðskiptasendinefnd til Washington DC

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Washington DC. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun fara fyrir sendinefndinni.

Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvægasta hagkerfi heims sem og okkar mikilvægasta útflutningsmarkaði. Við munum meðal annars heimsækja Oppenheimer & Co, World Bank (Aþjóðabankann), og íslenska fyrirtækið Kericis auk þess að sækja ráðstefnuna Our Climate Future sem Íslandsstofa og Grænvangur standa fyrir í samvinnu við sendiráð Íslands og Atlantic Council.

Þátttökugjald er kr. 70.000 fyrir félagsmenn AMIS og kr. 20.000 fyrir maka. Innifalið í gjaldi er hádegisverður báða dagana, kvöldverður síðari daginn, akstur sem tekur mið af dagskránni og annað sem fellur til við dagskrárhluta.
Hver og einn bókar sitt eigið flug eftir hentugleika, en dagskrá AMIS hefst miðvikudaginn 21. september og lýkur seinnipart fimmtudags 22. september.

Hver og einn bókar sitt hótel en við eigum frátekin herbergi á Melrose Georgetown Hotel fyrir okkar þátttakendur. Hlekkur verður sendur í framhaldi af skráningu og greiðslu þátttökugjalds.

Vinsamlega veitið því athygli að ferðin er aðeins fyrir félagsmenn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og að takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Skráning í ferðina er hér.

Dagskrá ferðarinnar

Miðvikudagur 21. september

10:30-16:30 - Our Climate Future Ráðstefnand
19:00 - Kvöldverður eftir að móttöku í Swedish House lýkur

Fimmtudagur 22. september

8:30 - Staðan í bandarískum stjórnmálum. Sérfræðingar Wilson Center hugveitunnar munu fara yfir málefni á borð við stöðu Biden/Harris stjórnarinnar, þingkosningar framundan og að sjálfsögðu stöðu Trump innan Repúblikanaflokksins.
10:30 - World Economic Outlook. Heimsókn í Alþjóðabankann þar sem hagfræðingar bankans fara yfir stöðuna í efnahagsmálum heims. Léttur hádegisverður í boði bankans.
13:00 - US Economic Outlook. Heimsókn til Oppenheimer & Co. Inc. John Stoltzfus, Chief Investment Strategist, mun fara yfir stöðuna í bandarískum efnahagsmálum.
15:00 - Kerecis. Heimsókn til íslenska nýsköpunarfyrirtækisins þar sem Guðmundur Fertram Sigurjónsson mun kynna starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og þau tækifæri sem framundan eru á þeim markaði.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100