Á ársfundi Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, sem haldinn verður 19. maí n.k. kl. 15:00 í Brekkugerði 3, í embættisbústað sendiherra Japana á Íslandi, hr. Ryotaro Suzuki, mun Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa, miðla af sinni reynslu og flytja erindið „Að eiga í viðskiptum í Japan“.
Takanawa var stofnað í Tókýó, árið 2010, í kringum viðskiptaþróun, kaup og samruna fyrirtækja í lyfja- og líftæknigeiranum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið og starfsvið þess vaxið og nær nú einnig til verkefna sem tengjast endurnýjanlegri orku, fjarskiptum, upplýsingatækni, matvælum, húðvörum og ýmsum alþjóðlegum fjárfestingatækifærum.
Bolli var formaður íslenska viðskiptaráðsins í Japan og stjórnarmaður í evrópska viðskiptaráðinu í Japan í 6 ár, 2013-2019.
Dagskrá
15:00
Ryotaro Suzuki, sendiherra, býður gesti velkomna
15:10
Ársæll Harðarson, formaður Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, fer yfir starfsemi ráðsins og stýrir ársfundi.
15:15
Bolli Thoroddssen, miðlar af reynslu sinni af því að eiga í viðskiptum í Japan.
Léttar veitingar í boði sendiherra að loknum fundi.
Vinsamlega skráið þátttöku ykkar á fundinn hér fyrir neðan: