Á vígvelli hrunsins

Í kjölfarið á bankahruninu var norski hagfræðingurinn Svein Harald Øygard tímabundið settur sem bankastjóri Seðlabanka Íslands með lögum sem samþykkt voru 26. febrúar 2009. Hann er einn fárra „útlendinga“ sem leitt hefur fjármálastofnun í öðru landi og í stöðu sinni sem seðlabankastjóri var hann staddur á miðjum vígvelli íslenska og alþjóðlega fjármálahrunsins.

Svein Harald var aðstoðarráðherra í norska fjármálaráðuneytinu í bankakreppunni á árunum upp úr 1990 og hefur viðamikla reynslu af fjármálastarfsemi í um 30 löndum, meðal annars í störfum sínum fyrir McKinsey & Company til 25 ára.fjármálahrunsins. 

Bók hans, På finanskrisens slagmark, verður gefin út í Noregi 28. maí, með fléttu af íslenskum, alþjóðlegum og norskum frásögnum. Bókin kemur út á Íslandi í september og þá að viðbættum fleiri íslenskum sögum og lærdómi. Bókin nær einnig yfir stöðuna í dag, árið 2019. Hvaða ójafnvægi er til staðar og hvernig eiga fjárfestar eða stjórnendur fyrirtækja að undirbúa sig fyrir kreppuástand?

Á fundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins mun Svein Harald gefa innsýn í lykilþætti bókarinnar og segja sögur af sjónarhóli erlenda seðlabankastjórans í hringamiðju bankahrunsins. Þá dregur hann upp mynd af yfirvofandi kreppum nútímans.

Hægt er að panta bókina í norskri og íslenskri útgáfu á fundinum en einnig kaupa eintak hér.

Fundurinn fer fram á ensku og miðasala fer fram hér.

Norsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100