Aðalfundur 2020

Aðalfundur Norsk-íslenska viðskiptaráðsins fer fram þann 26. nóvember kl. 11:00 á TEAMS.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 8. grein samþykkta:

  1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Ársskýrsla stjórnar
  3. Ársreikningar
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning stjórnar, stjórnarformanns og varaformanns stjórnar
  6. Kosning tveggja endurskoðenda
  7. Ákvörðun um félagsgjöld
  8. Önnur mál

    Skráning á fundinn hér

    Fyrir fundinum liggja eftirfarandi lagabreytingar

3. gr. samþykkta hljóðar eftirleiðis:
"Úrsögn úr félaginu þarf að vera skrifleg og tekur gildi frá og með næstu áramótum eftir að hún berst. Úrsögn breytir engu um skyldu til greiðslu árgjalds á yfirstandandi reikningsári."

4. gr. samþykkta hljóðar eftirleiðis:
„Starfsemi félagsins er fjármögnuð með félagsgjöldum, sem ákveðin eru af aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar, svo og tekjum af annarri starfsemi sem fram fer á vegum félagsins.  Stærri viðburðir verða fjármagnaðir að mestu eða öllu leyti með styrkjum.  Reikningar félagsins eru lagðir fram af framkvæmdastjóra og undirritaðir af formanni, eða varaformanni í hans fjarvist, ásamt minnst tveimur öðrum stjórnarmönnum.  Allir stjórnarmenn skulu kynna sér reikninga félagsins og senda inn breytingartillögur minnst tveim vikum fyrir aðalfund. Fjárhagsár félagsins er almennt reikningsár, frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

5.gr. samþykkta hljóðar eftirleiðis:
„Stjórn félagsins skipa mest níu aðilar, kosnir á aðalfundi og skal leitast við að minnst þrír séu í hvoru landi. Formaður og varaformaður stjórnar skulu kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórnin skal ráða framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum störfum félagsins.

8. gr. samþykkta hljóðar eftirleiðis:
"Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maí á ári hverju. Senda skal út boð um aðalfund með minnst tveggja vikna fyrirvara."

10. gr. samþykkta hljóðar eftirleiðis:
„Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir stjórn a.m.k. tveim vikum fyrir aðalfund. Allar tillögur um breytingar á lögum félagsins skulu fylgja aðalfundarboði, undirritaðar af flutningsmanni/mönnum. Sama gildir um tillögur um slit félagsins. Ákvörðun um lagabreytingar eða slit félagsins skal tekin með 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Sé tekin ákvörðun um slit félagsins skulu eignir sem gætu verið til ráðstöfunar renna til félaga eða stofnana sem hafa það að markmiði að efla viðskipti og efnahagssamvinnu Íslands og Noregs.“

Norsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100