Norsk – íslenska viðskiptaráðið efnir til umræðufundar um upplifun og reynslu Íslendinga af því að stunda nám í Noregi á opnum streymisfundi þann 7. apríl, kl. 13:00. Fjallað verður um hvernig nám við norska skóla nýtist í atvinnulífinu og hvernig Íslendingum líður í landinu.
Í Noregi er hægt að sækja um1324 námsleiðir við 27 háskóla og 497 námsleiðir við 27 iðnskóla.
Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, segir frá því hvernig Íslendingum hefur reitt af í landinu á undanförnum árum.
Dóra S. Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá viðskiptaháskólanum BI, fjallar um námsmannalífið við háskólann, tækifærin sem alþjóðlegt nám getur fært og menningarmun sem Íslendingar upplifa stundum þegar þeir hefja nám í Noregi.
Agnes Árnadóttir, forstjóri Brim Explorer, lýsir reynslu sinni af námi við Háskólann í Osló og viðskiptaháskólann BI og hvernig henni gekk að feta sig inn á norskan vinnumarkað í kjölfarið. Hún starfaði hjá Bellona áður en hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Agnes veitir praktísk ráð sem gætu auðveldað verðandi námsmönnum lífið í Noregi.
Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna félaginu, segir frá Info Norden sem er upplýsingaveita um praktísk mál við millilandaflutninga á Norðurlöndum. Hún bendir líka á styrkjamöguleika til náms í norskum lýðháskólum.
Fundarstjórn:
Þóra Tómasdóttir, stjórnarmaður í Norsk-íslenska viðskiptaráðinu leiðir fundinn, en hún hefur m.a. stundað nám og starfað við kvikmyndagerð í Noregi.
Hægt er að horfa á opið streymi hér.
Umsóknarfrestur í flesta framhalds- og háskóla í Noregi er 15.apríl. https://www.samordnaopptak.no/info/