Aðalfundur Japansk-íslenska viðskiptaráðsins 2018

Þann 4. maí 2018, kl. 16:00 fór fram aðalfundur Japansk-íslenska viðskiptaráðsins í embættisbústað sendiherra Japans, Hr. Yasuhiko Kitagawa, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík. 
Sérstakur gestur fundarins var Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flutti doktor Kristín Ingvadóttir stutt erindi um milliríkjasamskipti landanna í víðum skilningi m.t.t. menningar, stjórnmála, viðskipta og vináttu. Að fundi loknum var boðið upp á léttar veitingar í boði Mr. Yasuhiko Kitagawa, sendiherra.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar
  3. Kosning formanns
  4. Kosning stjórnarmanna
  5. Kosning endurskoðanda
  6. Kynning á fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
  7. Breytingar á samþykktum
  8. Önnur mál

Stjórn ráðsins var endurkjörin. 

Samþykktir ráðsins má nálgast hér.

Stjórn JAÍS skipa:
Úlfar Steindórsson - Formaður
Ársæll Harðarsson - Varaformaður
Arnljótur Breki Bergsson
Erla Friðriksdóttir
Ragnar Þorvarðarson

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100