Hoyvíkur samningur fellur úr gildi 1.1.2020

Færeysk-íslenska viðskiptaráðið og Utanríkisráðuneytið bjóða til morgunfundar með hagsmunaaðilum þann 27. maí n.k í Borgartúni 35, kl. 08:30 til að fara yfir mögulegar afleiðingar þess að Hoyvíkur-samningurinn falli úr gildi.

Fulltrúar viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og aðalræðismaður Íslands í Færeyjum munu fara yfir stöðu málsins og taka þátt í umræðum í lok fundar.

Færeyska lögþingið samþykkti þingsályktun um uppsögn Hoyvíkur-samningsins í desember sl. Í kjölfarið  barst íslenskum stjórnvöldum orðsending frá ríkisstjórn Danmerkur, dags. 31. desember 2018, þar sem tilkynnt var  að landstjórn Færeyja óski eftir uppsögn samningsins. Samkvæmt 12. gr. samningsins er samningsaðilum heimilt að segja samningnum upp með árs fyrirvara og tekur uppsögnin því gildi 1. janúar 2020. Réttindi fjárfesta og þjónustuveitenda halda þó gildi sínu í a.m.k. fimm ár eftir uppsögn samningsins.

Ástæða þess að Færeyingar  óskuðu eftir uppsögn samningsins má rekja til nýrra fiskveiðilöggjafar sem tók gildi Færeyjum í upphaf ársins 2018. Þessi löggjöf mælir m.a. fyrir um bann við fjárfestingum og eignarhaldi erlendra aðila á útgerðarfélögum sem starfrækt eru í Færeyjum og stunda veiðar í færeyskri lögsögu. Samkvæmt Hoyvíkur-samningnum er íslendingum heimilt að eiga allt að þriðjungi í færeyskum útgerðum. Ekki náðist að semja um breytingar á Hoyvíkur-samningnum í samræmi við fjárfestingarbannið og töldu Færeygingar  uppsögn samningsins óhjákvæmilega svo fjárfestingarbannið gæti tekið gildi gagnvart Íslandi. 

  • Hvenær:Mánudaginn 27. maí, kl. 08:30-10:00
  • HvarBorgartún 35, 1. hæð
  • TungumálÍslenska
  • AðgengiFundurinn er opinn, en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.