Fransk-íslenska viðskiptaráðið býður til fundar um Borgarlínu í samvinnu við samgöngulausnafyrirtækið Alstom.
Miðvikudaginn 17. október
Kl. 12.15-14.00
Borgartún 35, 1. hæð
Alstom er eitt stærsta fyrirtæki veraldar á sviði samgöngulausna.
Dagskrá:
- Formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, Baldvin Björn Haraldsson, býður gesti velkomna
- Nicolas Andrieux, viðskiptaþróunarstjóri Alstom
- Carl Age Bjorgan, viðskiptatengslastjóri hjá Alstom
- Samgöngulausnir Alstom fyrir meðalstórar borgir
Framsögumenn munu kynna þróun á nýjustu lausnum í samgöngumálum (e. mass transit solutions) og hvað sé vænlegt til árangurs.
- Samgöngulausnir
- Rafdrifnir hraðvagnar/Léttlestir
- Aðrar lausnir sem henta á lengri vegalengdum
- Snjallsamgöngulausnir þar sem tekið er tillit til allra samgöngumáta. (Mobility as a Service)
Dæmi verða tekin af vel heppnuðum samgönguverkefnum í frönskum borgum, t.d. Bordeaux, Reims, Angers.