Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir bókaverðlaunum 2021 og hefur ráðið tilnefnt fjórar franskar frumkvöðlabækur í sína fyrstu samkeppni.
Bækurnar sem voru tilnefndar voru m.a. samdar af rithöfundunum Sébastien de Lafond og Jean-Marc Rudelle. Tilnefndu bækurnar eru mjög ólíkar en eiga samt þrennt sameiginlegt, „að kunna að snúa dæminu við nokkrum sinnum, elta tækifærin og taka þátt.“
Bókaverðlaun FRIS eru sett á laggirnar til hvatningar að atvinnusköpun, frumkvöðlauppbyggingu, nýsköpunar og að vekja traust á framtíðinni þrátt fyrir erfitt ástand í heiminum.
Dómnefnd keppninnar er skipuð sjö virtum þátttakenda fransks þjóðfélags, þar á meðal Soniu Arrouas forseta viðskiptadómstólsins í Evry.
Vinningshafinn verður tilkynntur þann 23. júní við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í París. Sigurvegaranum verður boðið til Reykjavíkur í haust til að hitta frumkvöðla, útgáfufyrirtæki, viðskiptafræðinema og kennara í Háskólanum í Reykjavík sem og félagsmenn FRIS á Íslandi.