Á síðustu árum hefur áhugi Íslendinga á að fjárfesta og dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma aukist mjög. Franska rívíeran hefur uppá margt að bjóða fyrir fólk og fyrirtæki. Svæðið er ekki einungis rómað fyrir góða veðráttu og iðandi menningu, heldur hafa fyrirtæki í síauknum mæli komið sér þar fyrir, ekki síst í tækni- og þekkingargeirum.
Fransk-íslenska viðskiptaráðið boðar til hádegisfundar þann 7. júní n.k. þar sem Guðrún Bjarnadóttir, sem um langt skeið hefur starfað við fasteignasölu og umsjón fasteigna á svæðinu, mun fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem franska rívíeran hefur uppá að bjóða og að hverju þurfi að huga varðandi kaup eða leigu fasteigna á svæðinu. Þá mun hún svara spurningum fundargesta.
Fundarstjóri er Gunnar Haraldsson, stjórnarmaður í Fransk-íslenska viðskiptaráðinu.
Skráning á fundinn er hér.
Fundi er streymt hér.