Nordic Drinks 28. nóvember

Bresk-íslenska viðskiptaráðið í samvinnu við LOGOS Legal Service Ltd. stóð fyrir Nordic Drink þann 28. nóvember s.l., en það er mánaðarlegur viðburður sem Bresk-skandinavísku viðskiptaráðin standa saman að í London, með það að markmiði að efla og styrkja viðskiptatengsl Skandinava á breskum markaði.

Þeir félagsmenn sem tóku þátt í viðburðinum og kynntu sínar vörur, voru:

GÆÐINGUR BRUGGHÚS með bjór,  

BRUGGSMIÐJAN KALDI með bjór, 

EIMVERK DISTILLERY með viskí

REYKJAVÍK DISTILLERY með vodka, bláberja- og rabbabara líkjör.

LAVA CHEESE með ostasnakk og

GÓA með Lava (Hraunbita) 

Mikill fjöldi mætti og var það mat manna að viðburðurinn hefði verið einstaklega vel heppnaður og að Íslendingar lumuðu á framúrskarandi framleiðendum á drykkjum og léttum veitingum. Næsti Nordic Drinks viðburður, sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir verður 26. nóvember 2020 í London.

Smellið hér til að skoða myndir af viðburðinum.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100