Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið (ITIS) býður til umræðufundar í tilefni þess að 80 ár eru nú frá þvi að Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu – Il Duce - var veginn og stjórnmálahreyfing hans, Þjóðarhreyfing fasista, leið undir lok. Mussolini er einn sögufrægasti forystumaður Ítalíu, var við völd í rúm 20 ár og áhrif hans teygja sig allar götur til nútímans að margra mati.
Á fundinum verður m.a. fjallað:
- Sögulegar rætur fasismans
- Helstu áhrif hans á lýðræði, efnahagsmál- og stjórnmál.
- Áhrif fasisma í nútímanum
Þeir Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við HÍ og Pontus Erik Järvstad, sagnfræðidoktor við HÍ, munu skiptast á skoðunum um þessi mál og varpa ljósi á skírskotun fasismans til þeirrar þróunar sem uppi í er í stjórnmálum í Evrópu nútímans.
Raffaele Manna forstöðumaður hjá Eimskip og Roberto Luigi Pagani aðjúnkt i Háskóla Íslands stýra samtalinu.
Hér gefst einstakt tækifæri til að dýpka skilning á fortíð og nútíð sem ráðið getur miklu um hvernig framtíðin þróast.
Fundarmál: Íslenska
Hvenær: 14.janúar 2026 kl 12-13.00 . Húsið opnar kl 11.30
Hvar: Borgartún 35
Léttar veitingar verða bornar fram i boði OLIFA
Skráning hér

