
Í ár eru liðin 60 ár frá því að jólatré frá Hamborg kom fyrst til Reykjavíkurhafnar með kveðjunni “von Seeleuten für Seeleuten in der Polarnacht” sem útleggst “frá sjómönnum til sjómanna sem búa undir heimskautanóttinni”.
Saga Hamborgartrésins er saga gjafmildi og þakklætis. Íslenskir sjómenn sem lögðu að í Hamborg eftir seinna stríð elduðu fiskisúpu handa svöngum krökkum á meðan verið var að landa úr togurunum þeirra. Sem þakklætisvott hófu hafnaryfirvöld í Hamborg árið 1965 að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar og stendur Hamborgartréð við höfnina yfir hátíðarnar.
Nú erum við Íslendingar orðnir sjálfbærir í jólatrjám og því er ekki lengur siglt landa á milli með tréð. Í staðinn styrkir Faxaflóhafnir íslenska skógrækt með kaupum á jólatré hjá Land og skógur (áður Landgræðslan og Skógræktin).
Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð í sextugasta sinn laugardaginn 29. nóvember klukkan 17:00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn.
Dagskrá:
- Lúðrasveit Hafnarfarðar leikur þýsk jólalög 🎄
- Jólakveðja frá Faxaflóahöfnum ⚓
- Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu

- Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina og leggjast að Miðbakkanum 🎅
- Fiskisúpa! Sveinarnir leiða gesti að fiskisúpukötlunum í Landsbankanum, Reykjastræti 6

📍 Miðbakki, Gamla höfnin – Reykjavíkurhöfn
🕔 29. nóvember – dagskráin hefst stundvíslega klukkan 17:00
🩵 Allir velkomnir; börn, konur, karlar og kvár


