Heimsókn í hátæknivöruhús Innnes ehf
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, og Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri vöru- og markaðssviðs og stjórnarmaður í Dansk-íslenska viðskiptaráðinu, tóku nýverið á móti félögum úr Þýsk-íslenska og Dansk-íslenska viðskiptaráðinu.
Gestirnir fengu innsýn í starfsemi Innnes og þá einstöku sjálfvirkni sem hefur verið tekin í notkun í vöruhúsinu. Sjálfvirknin hefur bætt þjónustuna við viðskiptavini, dregið verulega úr matarsóun og leitt til þess að starfsmenn hafa þróast í að sinna tæknistörfum sem áður voru ekki til.
Afköst hafa aukist til muna, þar sem vöruhúsið er nú ekki lengur háð afkastagetu starfsfólks á vöktum heldur reglubundnu viðhaldi búnaðarins. Þetta tryggir stöðugri framleiðni, meiri nákvæmni og betri nýtingu auðlinda.
Baddý Sonja Breidert, formaður Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins, þakkaði fyrir hönd hópsins fyrir frábærar móttökur og áhugaverða kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Hún hrósaði sérstaklega þeirri nýsköpun og framsýni sem Innnes sýnir í rekstri sínum.
{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100