Viðskiptasendinefnd til Madrídar dagana 30. nóvember til 3. desember 2025

Íslandsstofa og nýtt sendiráð Íslands í Madríd bjóða íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í viðskiptasendinefnd til Madrídar dagana 30. nóvember til 3. desember 2025, í tilefni af opnun nýs sendiráðs Íslands í borginni. Ferðin og dagskráin eru skipulagðar í samstarfi við spænsk stjórnvöld og Spánsk-íslenska viðskiptaráðið.

Sendinefndin verður leidd af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra Íslands, og staðfest hafa þátttöku m.a. fyrirtækin Kerecis, First Water, Marel og Iceland Seafood.

Á dagskránni eru umræður um bláa og græna hagkerfið, heimsóknir til fyrirtækjanna Amazon Web Services, IE University og Ahumados Domínguez (dótturfyrirtæki Iceland Seafood) í El Corte Inglés, auk þess sem boðið verður til hádegisverðar í bústað sendiherrans.

Hátíðlegur viðburður í tilefni opnunar sendiráðsins fer fram í efnahagsráðuneyti Spánar osem býður upp á gott tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að bjóða núverandi eða mögulegum spænskum samstarfsaðilum að taka þátt í viðburðinum.

Þátttaka í dagskránni er gjaldfrjáls, en þáttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu.
Við mælum með gistingu á H10 Puerta de Alcalá hótelinu
Afsláttarkóðar: FALL25 (ef bókað í tölvu) eða SMART (ef bókað er símleiðis)

Nánari upplýsingar veitir Kristín Arna Bragadóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu: kristin@islandsstofa.is

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100