Takk fyrir frábært steikarkvöld AMÍS!

New York Steikarkvöld AMÍS var haldið laugardaginn 6.september á Hilton Reykjavík Nordica. Að venju var kvöldið afar glæsilegt og frábær stemmning í salnum.  Einvala lið listamanna skemmti og má þar nefna Daníel Ágúst, Selmu Björns, Regínu Ósk, Hreim, Unnstein og Siggu Beinteins.
Stjórn AMÍS þakkar gestum fyrir skemmtilegt kvöld og er strax farin að hlakka til Steikarkvöldverðarins á næsta ári sem verður haldinn 5.sept. 2026.
Síðustu ár hefur verið uppselt á viðburðinn og því ekki seinna vænna en að tryggja sér borð með því að senda póst á sigrunjn@icehotels.is
Hægt er að skoða fleiri myndir frá kvöldinu á Facebook síðu AMIS með því að smella hér.