Njótum ljúfrar franskrar stemmningar og kitlum bragðlaukana á hátíðarkvöldverði Fransk-Íslenska viðskiptaráðsins á Hótel Holti á fimmtudaginn, 25. september kl. 19:30.
Kvöldið hefst með fordrykk hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard í sendiráðsbústaðnum að Skálholtsstíg 6, kl. 18:00.
Þaðan verður svo haldið á Holtið þar sem kokkar Holtsins munu reiða fram franskan hátíðarkvöldverð og Sigríður Thorlacius mun taka lagið.
Miðaverð er 16.900 kr á mann fyrir kvöldverðinn og hægt er að skrá sig með því að smella hér.
Vinsamlegast athugið að drykkir á Hótel Holti eru ekki innifaldir í miðaverði og að skráning er bindandi.