Í gær hélt Pólsk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við Sendiráð Póllands viðburðinn Made in Poland. Húsið var fullt og stemningin frábær. Við viljum færa sendiherra Póllands á Íslandi sérstakar þakkir fyrir að halda opnunarávarp og einnig starfsfólki sendiráðsins fyrir frábært samstarf.
Í stað hefðbundinna pallborðsumræðna átti Ketill Berg Magnússon (Marel og POIS) í samtölum við Jón Örn Stefánsson (Kjötkompaní) og Sigurð Haraldsson (Pylsumeistarinn). Jón Örn sagði m.a. frá því hvernig hann fékk réttu tengslin til að hefja innflutning á nautakjöti frá Póllandi í gegnum tengsl við stjórnarmann í POIS og Sigurður sagði frá ákvörðun sinni um að framleiða ekta pólskar pylsur án allra aukaefna.
Að loknum erindum fengu gestir að smakka á dýrindis veitingum, snittum með nautakjöti frá Kjötkompaníinu og pylsum frá Pylsumeistaranum og var því skolað niður með hinum pólska Tyskie bjór sem Mekka Wines & Spirits flytur inn. Maturinn var frábær og tengslamyndunin enn betri.
Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til að gera þennan viðburð stærri og betri með hverju árinu!
Ef þú ert ekki enn meðlimur hvetjum við þig til að ganga í viðskiptaráðið á heimasíðunni okkar: https://polsk-islenska.is/polska-umsokn/
Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá á Facebook-síðu POIS: https://www.facebook.com/polskislenska