POIS: Viðburður um pólskar vörur á Íslandi fimmtudaginn 4.september

Pólsk-íslenska viðskiptaráðið býður aðildarfélögum sínum og gestum á fögnuð fimmtudaginn 4. september kl. 17:00 í Hyl, Borgartúni 35.

Á dagskrá verða pallborðsumræður þar sem Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri frá Marel og stjórnarmeðlimur í POIS, ræðir við Sigurð Haraldsson frá Pylsumeistaranum og Jón Örn Stefánsson frá Kjötkompaníinu um vegferð fyrirtækja þeirra og viðskipti með pólskar vörur.

Eftir umræðurnar verður boðið upp á spjall og kynningar frá Kjötkompaníinu, Pylsumeistaranum og Mekka Wines&Spirits – þar sem gestir fá að smakka úrval af pólskum gæðavörum.

Vinsamlegast skráðu þig fyrir 1.september með því að smella hér.