Dansk-íslenska viðskiptaráðið býður aðildarfélögum og gestum þeirra að taka þátt í golfmóti ráðsins, Scandic Invitational í Kaupmannahöfn þann 20. ágúst .
Spilað verður á The Scandinavian sem er skemmtilegur golfvöllur rétt fyrir utan Kaupmannahöfn með tveimur golfvöllum sem báðir hafa lengi verið á meðal topp 50 bestu golfvalla í Evrópu.
Nánari upplýsingar um The Scandinavian með því að smella hér.
Sendiherra Íslands í Danmörku, Pétur Ásgeirsson, býður til móttöku eftir mótið þar sem í boði verður léttur kvöldverður og sigurvegurum golfmótsins verða veitt verðlaun.
Í boði er að kaupa eitt holl eða fleiri. Innifalið í verði eru 18 holur á Scandinavian golfvellinum, þátttaka í golfmótinu, léttur kvöldverður, aðgangur að æfingasvæði á golfdeginum og teiggjafir. Þátttökugjald er 55.000 kr. á mann eða 220.000 kr. fyrir hollið. Fyrsti rástími verður kl. 14:30.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur geti flogið út með morgunflugi 20. ágúst og til baka með morgunflugi 21. águst. Vinsamlega veitið því athygli að þátttakendur bóka eigið flug og gistingu.
Tryggðu þér þátttöku í golfmóti Dansk-íslenska viðskiptaráðsins með því að skrá þig núna hér.
Takmarkaður fjöldi holla er í boði á golfmótið og skráning er staðfest með greiðslu staðfestingagjalds.
Nánari upplýsingar veitir Stella Stefánsdóttir eða Kristín Arna Bragadóttir (bilateral@chamber.is).