Árlegt golfmót BICC fór fram við frábærar aðstæður / BICC Golf Tournament 2025 Was a Hit – Don’t Miss 2026!

Golfmót Bresk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í síðustu viku í dásamlegu veðri á The Grove, rétt fyrir utan London.

Þátttakendur hófu daginn á léttri máltíð áður en þeir hituðu upp á æfingaflötinni og héldu svo út á völlinn. Nokkrir kylfingar sýndu virkilega glæsilega takta.

Að loknu móti komu leikmenn saman í klúbbhúsinu þar sem boðið var upp á fordrykki, þriggja rétta kvöldverð og verðlaunaafhendingu.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið vill færa styrktaraðilum mótsins innilegar þakkir. Athugið að golfmótið er eingöngu fyrir félagsmenn BICC og miðasala fyrir mótið 2026 hefst í byrjun júní. Líkt og undanfarin ár er búist við að það seljist upp með góðum fyrirvara.

Ef þú vilt tryggja þér þátttöku, vinsamlegast hafðu samband við Stellu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra tvíhliða viðskiptaráðanna, í gegnum netfangið stella@chamber.is.


English:

The annual golf tournament of the British-Icelandic Chamber of Commerce took place last week in beautiful weather at The Grove, just outside London. Participants gathered for a light lunch before warming up on the driving range and heading out onto the course. Several golfers delivered truly impressive performances.

Following the game, players met at the clubhouse for drinks, a three-course dinner, and the awards ceremony.

The BICC extends its sincere thanks to the sponsors who generously donated prizes for the tournament. Please note that the event is exclusive to BICC members, and tickets for the 2026 tournament will go on sale in early June. As in previous years, the tournament is expected to sell out well in advance.

If you would like to reserve your spot then please contact Stella Stefánsdóttir, MD of the Bilateral Chambers, stella@chamber.is

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100