Breytt staða í Þýskalandi: Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki?

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið býður á morgunfund föstudaginn 16. maí kl. 8:45. Á fundinum mun Doris Grunert-Schächter nýr viðskiptafulltrúi Íslands í Þýskalandi ræða breytta stöðu í stjórnmálum og efnahagslífinu í Þýskalandi og tækifæri sem kunna að felast í nýju landslagi fyrir íslensk fyrirtæki. 

Auðunn Atlason sendiherra í Þýskalandi og Baddý Sonja Breidert, stofnandi og framkvæmdastjóri 1xINTERNET tala einnig á fundinum, en þau verða staðsett í Þýskalandi. 

Undanfarin ár hefur þetta stærsta hagkerfi í Evrópu staðið frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þýskaland hefur ekki farið varhluta af breytingum á alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og auknum tollum inn í Bandaríkin. Þá hefur innrás Rússa í Úkraínu einnig haft talsverð áhrif Þýskalandi. 

Í kjölfar nýafstaðinna kosninga í Þýskalandi hefur ný ríkisstjórn boðað miklar breytingar. Boðuð hefur verið stóraukin fjárfesting í innviðum Þýskalands eða um 500 milljarðar evra. Lögð verður áhersla á að fjárfesta í stafrænum-, samgöngu- og orkuinnviðum

Fundurinn er kjörið tækifæri til að hitta nýjan viðskiptafulltrúa og ræða möguleg tækifæri í Þýskalandi.  

Fundarstaður: Hús Atvinnulífsins, Borgartún 35.

Fundartími: 16. maí klukkan 8:45 til 9:45.

Fundurinn fer fram á ensku og hægt er að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. 

Vinsamlega skráið ykkur með því að smella hér. 

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100