Takk fyrir komuna á Spargel Abend!

Þann 30.apríl hélt Þýsk-íslenska viðskiptaráðið árlega vorgleði - Spargelabend á Sjálandi. Hægt er að skoða fleiri myndir af vorgleðinni á Facebook síðu ÞÍV: https://www.facebook.com/thyskislenska/photos

Kvöldið hófst með sumarlegum fordrykk frá Ölgerðinni undir steiðandi tónum tríós Bjössa sax. Matreiðslumeistarar Sjálands töfruðu fram góðan mat þar sem Þýskaland, vorið og spergill spiluðu lykilhlutverk.

Jógvan Hansen veislustjóri lék á alls oddi þegar hann sló á létta strengi og tók nokkur lög. Söngkonan Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Raven steig óvænt á svið og tók lagið með Jógvan. Að loknum kvöldverði tók DJ Pétur við og sá um tónlistina.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið þakkar gestum fyrir komuna og minnir á Spargelabend að ári liðnu. Vinsamlega hafið samband við Þýsk-íslenska viðskiptaráðið (bilateral@chamber.is) ef þið hafið áhuga á að tryggja ykkur sæti á Sjálandi 30. apríl árið 2026.

Ljósmyndari er: Hulda Margrét Ólafsdóttir

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100