Hönnunarfyrirlestur og Aperitivo í Ásmundarsal 7. maí

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið býður til síðdegisstundar í Ásmundarsal þann 7. maí, þar sem við fáum til okkar Prashanth Cattaneo, þekktan blaðamann, fræðimann og sýningarstjóra menningarverkefna, sem mun fjalla um ítalska hönnun.

Hvað gerir ítalska hönnun svo einstaka? 

Cattaneo mun kynna verk þriggja goðsagnakenndra ítalskra hönnuða ásamt þremur samtímahönnuðum og skoða hvernig hönnun mótar heimili okkar, vinnustaði og frítíma. Frá hversdagslegum hlutum til nýstárlegra lausna – uppgötvaðu hvernig ítölsk sköpunargleði er allt í kringum okkur á hverjum degi, alls staðar.

Gestum býðst að njóta aperitivo frá Himbrima Gin, og ítalskrar stemmningar eftir fyrirlestur Cattaneo.

Tími: 17:00 - 19:00
Staðsetning: Ásmundarsalur
Verð: 3.500 kr. (Frítt fyrir aðildarfélaga ÍTÍS)

Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér sæti sem fyrst og skráðu þig MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR.

Athugið að skráning er bindandi eftir 2.maí.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100