Viðskiptasendinefnd til Svíþjóðar í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands 6. til 8. maí 2025

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar 6. til 8. maí. Í tilefni af heimsókninni mun viðskiptasendinefnd fylgja forseta og hefur Íslandsstofa, Business Sweden og Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar skipulagt dagskrá viðskiptasendinefndar í samstarfi við Sænsk-íslenska viðskiptaráðið, Samtök Iðnaðarins, Karolinska sjúkrahúsið, Stockholm Science City Foundation, Stockholm School of Economics og Íslenska sendiráðið í Stokkhólmi.

Dagskráin felur í sér viðburði sem eru tengdir heilbrigðistækni, nýsköpun og fjárfestingum með áherslu á hvernig Ísland og Svíþjóð geta í sameiningu aukið samkeppnishæfni landanna í síbreytilegu geopólitísku samhengi.  

Nánari upplýsingar veitir Stella Stefánsdóttir, hjá stella@chamber.is

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100