Viðskiptasendinefnd fer til Noregs í næstu viku

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs í næstu viku skipuleggur Íslandsstofa viðskiptasendinefnd í samstarfi við Norsk-íslenska viðskiptaráðið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Sjávarklasann og Innovation Norway. 

Markmið sendinefndarinnar er að styrkja tengsl, greina sameiginleg verkefni og kynna fjárfestingartækifæri. Sérstök áhersla verður lögð á aukið samstarf innan græna og bláa hagkerfisins, þ.e. á sviði orkumála og sjávarútvegs. 

Nánari upplýsingar veitir Stella Stefánsdóttir hjá Norsk-íslenska viðskiptaráðinu (stella@chamber.is), einnig er hægt að skoða dagskrá  með því að smella hér.

Norsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100