Sænsk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Aztiq, býður til spennandi ráðstefnu um stafræna heilbrigðisþjónustu (e-Health) fimmtudaginn 20. mars kl. 16 í glæsilegum nýjum sal Alvotech við Sæmundargötu.
Rýnt verður í möguleika stafrænnar heilbrigðisþjónustu og þau tækifæri og áskoranir sem fylgja innleiðingu hennar á Íslandi rædd.
Heilbrigðisráðherra Alma Möller opnar ráðstefnuna og Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður, stýrir ráðstefnunni.
Alþjóðleg sýn:
🔹 Björn Zoëga – King Faisal Specialist Hospital & Research Centre
🔹 Dr. Kalle Conneryd Lundgren, Kry
🔹 Tomas Mora Morrison – Cambio Healthcare Systems
Þeir deila reynslu sinni af þróun og rekstri stafrænnar heilbrigðisþjónustu víða um heim. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Johannes Schildt, stofnandi Kry, bætist í hópinn.
Íslenskt sjónarhorn:
🔹 Arna Harðardóttir – Helix Health
🔹 Guðrún Ása Björnsdóttir – Klíníkin
🔹 Matthías Leifsson - Leviosa
🔹 Steinunn Þorðardóttir – Læknafélagið
🔹 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – Kara Connect
Nákvæma dagskrá er einnig hægt að sjá með því að smella hér
Viðburðurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg.
Smelltu hér til að tryggja þér sæti!
Léttar veitingar í boði Alvotech.