FRÍS þakkar gestum fyrir komuna 4.mars
á ráðstefnu Íslandsbanka og Fransk-íslenska viðskiptaráðsins um fjármögnun innviðauppbyggingar.

Góð mæting á fundinn undirstrikar mikinn áhuga á samvinnu opinberra aðila og einkaaðila (e. private public partnership) um fjármögnun innviðauppbyggingar.
Ráðstefnan var haldin í tilefni útgáfu á nýrri skýrslu Íslandsbanka og Reykjavík Economics um samvinnuverkefni, sem unnin er að frumkvæði Íslandsbanka hf. og er hugsuð sem innlegg í samtal hagaðila um hvernig samvinnuverkefni geti stuðlað að framförum og aukinni hagsæld hér á landi. SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRSLUNA.
Ef þið hafið spurningar varðandi samvinnu um fjármögnun innviðauppbyggingar bendir FRÍS á að hafa samband við Sölva Sturluson (solvi.sturluson@islandsbanki.is) hjá Íslandsbanka.
Fleiri myndir af viðburðinum á Facebook síðu FRÍS hér.