Bresk-íslenska viðskiptaráðið efnir til viðskiptasendinefndar til London dagana 5. til 7. febrúar 2025.
Dagskráin verður fjölbreytt. Farið verður í spennandi heimsóknir í alþjóðleg fyrirtæki og banka. Viðskiptasendinefndin mun taka þátt í norrænu viðskiptaþingi (Nordic Business Forum) sem Norrænu viðskiptaráðin í London standa fyrir. Þar koma fram leiðandi norræn fyrirtæki sem munu fjalla um nýsköpun og tækni sem hefur gert þeim kleift að skara fram úr á alþjóðamarkaði, hvert á sínu sviði. Kerecis mun koma fram fyrir hönd íslenskra fyrirtækja, Nokia fyrir Finnland, Tomra fyrir Noreg og Volvo Trucks fyrir Svíþjóð.
Sendiherra Íslands í London mun bjóða sendinefndinni í kvöldverð í sendiráðsbústaðnum.
Nánari upplýsingar um verð og dagskrá verða birtar HÉRNA á næstu dögum.
Gert er ráð fyrir að fljúga út að morgni 5. febrúar og tilbaka um hádegi 7. febrúar.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst í ferðina og er fólk hvatt til að taka dagana frá. Hægt er að forskrá sig með því að SMELLA HÉR