Þakkargjörðarhátíð Ameríska-íslenska viðskiptaráðsins var haldin fimmtudaginn 28. nóvember við frábæra stemningu og húsfylli. Gestir nutu ljúffengrar kalkúnaveislu hjá Mathúsi Garðabæjar og fengu einstakt tækifæri til að heyra Guðmund Fertram, stofnanda Kerecis, ræða sögu og þróun fyrirtækisins. Guðmundur fjallaði um áhugaverða framtíðarsýn, þar á meðal möguleg áhrif sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á markaðsstarf Kerecis og tækifæri fyrirtækisins í breyttu landslagi.
Við þökkum öllum sem mættu og tóku þátt í þessum glæsilega viðburði. Við hlökkum til að sjá ykkur á næstu viðburðum!
Fylgist með okkur hér á vefsíðunni og Facebook og Linked in fyrir frekari upplýsingar og komandi viðburði.
Fleiri myndir til að skoða með því að smella hér.