Þakkargjörðarhátíð AMÍS
Amerísk íslenska viðskiptaráðið blæs til þakkargjörðarhátíðar í hádeginu fimmtudaginn 28. nóvember, kl. 12 -14.
Undir borðum mun Guðmundur Fertram forstjóri Kerecis spjalla um áhugaverða sögu Kerecis, hvernig fyrirtækið náði fótfestu á Bandaríkjamarkaði og varð það félag sem hraðast vex á þeim markaði. Þá mun Guðmundur Fertram fjalla um hvernig reksturinn gengur núna rúmlega ári eftir kaup Coloplast á félaginu.
Boðið verður upp á alvöru kalkúnaveislu með smjörbökuðum hægelduðum kalkún með heimalagaðri ljúffengri fyllingu, kalkúnasósu, sætkartöflumús, Waldorf salati, trönuberjasultu og gulum baunum. Í eftirrétt verður boðið upp á pekanpæ og eplapæ með rjóma og kaffi.
Verð á mann er 7.900 krónur sem greiðist á staðnum. Vinsamlega skráðu þig fyrir 24. nóvember með því að smella á skráningarhlekkinn hér. Skráning telst bindandi eftir 24. nóvember.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100