Rýnt í forsetakosningarnar 2024 með Þjóðmálum og FVH þann 15.október

 

Framundan eru kosningar um eitt valdamesta embætti í heimi. Rýnt verður í stöðuna, frambjóðendur, möguleg áhrif úrslita á bandarískt samfélag, alþjóðasamfélagið og alþjóðaviðskipti

Í tilefni af forsetakosningum í Bandaríkjunum blása AMIS, FVH og Þjóðmál til umræðufundar um forsetakosningarnar þriðjudaginn 15. október kl. 16:30 til 18 í Arion banka.

Gisli Freyr, ritstjóri vinsæla hlaðvarpsins Þjóðmál, stýrir umræðum og viðmælendur verða Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi, Hermann Nökkvi Gunnarsson blaðamaður hjá Morgunblaðinu og Sigríður Andersen lögmaður.

Viðmælendur munu fara yfir stöðuna í aðdraganda kosninga og ræða um frambjóðendurna tvo, Donald Trump og Kamala Harris. Einnig verður leitast við að rýna í möguleg áhrif úrslita kosninganna á bandarískt samfélag sem og alþjóðasamfélagið og alþjóðaviðskipti. 

Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar. 

Missið ekki af líflegum fundi þar sem málin verða krufin til mergjar.  

Vinsamlega skráið ykkur með því að smella hér fyrir þann 12. október. 

Stjórn AMÍS

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100