Frábær stemmning á Aperitivo með bókmenntaívafi

ÍTÍS vill þakka innilega fyrir frábæra mætingu á Aperitivo Letterario síðastliðinn þriðjudag.
Viðburðurinn var fullbókaður og stemningin frábær! Silvia og Roberto áttu skemmtilegt spjall um þýðingar íslenskra bókmennta á ítölsku og ræddu mikilvægi þess að kynna menningu okkar með bókmenntum fyrir öðrum löndum.
Þau voru sammála um að það séu tækifæri á Ítalíu til að þýða fleiri íslenskar bækur, sem gæti aukið áhuga og tvíhliða viðskipti milli landanna.
Eftir spjallið fengu gestir tækifæri til að skála í boði ferða- og brúðkaupsþjónustufyrirtækisins Pink Iceland en þau eru með frábær vín flutt inn sérstaklega frá lítilli vínekru á Ítalíu fyrir fyrirtækið.
Einnig bauð Cibo Amore uppá veislubita en þau sérhæfa sig í ítölskum samlokum sem hafa slegið í gegn. Cibo Amore eru með staði bæði í Hamraborg og Katrínartúni.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá kvöldinu hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.843531397979481...

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100