SPÍS: Viðskiptaskrifstofa Sendiráðs Spánar kynnir FIEM fjármögnunarsjóðinn

Spænsk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við viðskiptadeild Sendiráðs Spánar býður til kynningar á Invest in Spain og  FIEM sjóðnum sem fjármagnar útflutning á spænskum iðnaðarvörum, framleiðslutækjum og þjónustu. 

Þann 17. september kl. 17:00 munu José Carlos Esteso, staðgengill sendiherra Spánar á Íslandi og Julio Rasilla, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu Sendiráðs Spánar koma í heimsókn í Hús Samtaka Atvinnulífsins, Borgartúni 35 og kynna starfsemi Invest in Spain, fara yfir spænskan efnahag í dag ásamt því að kynna FIEM sjóðinn.

FIEM sjóðurinn fjármagnar útflutning á spænskum iðnaðarvörum og þjónustu, svo sem skipum, vélum, iðnaðartækjum, verkfræðikunnáttu ofl. Í framhaldi af fundinum getur viðskiptaskrifstofan svo aðstoðað áhugasama frekar.

Viðburðurinn er opinn öllum en það þarf að skrá sig með því að smella hér.

Skoða bækling um FIEM sjóðinn á ensku með því að smella hér.

 

 

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100