Baldvin Björn heiðursfélagi FRÍS
Á ársfundi Fransk-íslenska viðskiptaráðsins þann 29. ágúst var Baldvin Björn Haraldsson gerður að heiðursfélaga FRÍS. Baldvin Björn var formaður FRÍS á árunum 2012 til 2023. Hann var jafnframt stjórnarformaður Millilandaráðanna frá stofnun árið 2020 til ársins 2023.
Baldvin Björn lagði mikið af mörkum til að skapa vettvang fyrir fyrirtæki sem eflir og greiðir fyrir milliríkjaviðskiptum, bæði á milli Íslands og Frakklands og annarra landa Millilandaráðanna. Hann lagði sig jafnframt fram við að frönsk menning nyti sín hér á landi með óþreytandi seiglu og vinnu í þágu FRÍS.
Baldvin Björn er lögmaður með réttdindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum Landsrétti og Hæstarétti. Hann er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá ILERI, Paris. Þá er hann með mastersgráðu í alþjóðalögum frá Université de Nice, Frakklandi og málflutningsréttindi í París.
Stjórn FRÍS þakkar Baldvini Birni fyrir hans framlag og óeigingjarnt starf í þágu FRÍS.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Baldvin Björn með núverandi stjórn FRÍS, með stjórn og núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórum Millilandaráðanna/FRÍS og með eiginkonu sinni Guðrúnu Elfu.