Hátíðarsýning fyrir AMÍS félaga: Snerting

Félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu er boðið á hátíðarsýningu á kvikmyndinni, SNERTING, fimmtudaginn 13. júní í Smárabíó - lúxussal. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar.

Fyrir sýningu, kl. 17:30, mun Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar, segja frá gerð kvikmyndarinnar. 

Sýning myndarinnar hefst kl. 18. 

Hvenær: Fimmtudag 13. júní.
Hvar: Smárabíó
Aðgöngumiðar: Verð á mann er 4.900 kr. Takmarkaður fjöldi miða í boði þannig að fyrstir koma fyrstir fá. 

Fyrirkomulag: Aðgangur greiddur í miðasölu Smárabíós en það þarf að skrá sig með því að smella hér.

Gestir eru vinsamlega beðnir um að mæta eigi síðar en kl. 17.30.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100