ÍTÍS og viðskiptaráð Torino í Sjávarklasanum 6.júní

Fimmtudaginn 6.júní klukkan 17:15 býður Sjávarklasinn aðildarfélögum Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins i heimsókn.

Árni Mathiesen, sérstakur ráðgjafi hjá Sjávarklasanum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna í Róm, mun leiða gesti um skrifstofur Sjávarklasans og kynna fyrirtæki klasans og starfsemi þeirra.

Íslenski Sjávarklasinn ehf. er fyrirtæki og viðskiptahraðall sem á víðtækt samstarf við fjölda nýsköpunarfyrirtækja í bláa hagkerfinu; útvegar þeim aðstöðu, styrkir tengslanet þeirra og fjárfestir í sprotunum. Markmið Sjávarklasans er að efla alla starfsemi tengda haf- og vatnasviði landsins og nýta innlenda tækniþekkingu til að efla verðmætasköpun og styrkja samkeppnishæfni okkar.

Tilefni heimsóknarinnar er koma þriggja fulltrúa Viðskiptaráðs Torino og ítalsks fjárfestis til Íslands á Icelandic Aquaculture and Ocean Forum ráðstefnuna 4-6.júní en gestir munu hitta þá líka.

Komdu með okkur í áhugaverða heimsókn þann 6.júní kl. 17:15 í Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16.

Skráning með því að smella hér.