Lilja tók vel á móti BRÍS í Landsbankanum

Aðildarfélagar og stjórn BRÍS fóru í heimsókn í nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í gær 16.maí. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri tók vel á móti hópnum ásamt Árna Þór Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og stjórnarmanni í Bresk-íslenska viðskiptaráðinu. Þau leiddu gesti um höfuðstöðvarnar og sögðu frá hugmyndum á bak við hönnun hússins, listaverkin á veggjunum og starfsemi bankans. Sérstaklega gaman var að sjá hið einstaka verk Hvítasunnudagur eftir Kjarval á fallegum stað í bankanum. Að lokum var boðið uppá veitingar og spjall á 5.hæð bankans í stórkostlegu útsýni þrátt fyrir rigningardag.
Fleiri myndir frá viðburðinum er hægt að sjá á facebook síðu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins með því að smella hér
Stjórn BRÍS þakkar þeim Lilju og Árna kærlega fyrir hlýjar og góðar móttökur. 

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100