
Takk fyrir komuna á morgunverðarfund AMÍS! Thelma Christel og Friðjón R. fóru á kostum í umfjöllun sinni um komandi kosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Í kjölfarið sköpuðust skemmtilegar umræður á milli gesta, Thelmu og Friðjóns og greinilegt að áhuginn á forsetaframbjóðendunum, dómsmálum þeim tengdum og ástandi heimsmála í kjölfar kosninganna er mikill.
Mathús Garðabæjar bauð uppá glæsilegan amerískan morgunverð með öllu tilheyrandi og er næsta víst að einhvers konar framhaldsviðburður á vegum AMÍS verði haldinn í haust.
Fleiri myndir er hægt að skoða á facebooksíðu AMÍS með því að smella hér.